UM OKKUR

Laterna bíður upp á Íslenska matargerð í efsta gæðaflokki.
 
Húsið okkar Sólfell var reist á Kirkjusandi árið 1921 af Th. Thorsteinssyni og var þá stærsta saltfiskvinnsluhús sem þar stóð. Eftir standa nú einungis tvö slík hús í Reykjavík, Sólfell og hús Alliance við Ánanaust.
 
Eftir að Minjavernd hafði samið að taka húsið yfir var farið að huga að framtíðarstaðsetningu fyrir húsið og þótti mikilvægt að það stæði nálægt sjó. Minjavernd leitaði til Faxaflóahafna um staðsetningu og var vel tekið. Í góðu samstarfi við það heiðursfólk sem þar starfar var húsinu fundinn staður og útbúin lóð sem heitir nú Ægisgarður 2.
 
Saga hússins, útsýnið og andrúmsloftið er það sem gerir Laterna að einstökum veitingastað í hjarta Reykjavíkur.

Matseðill   |   Hópseðill   |   Bóka borð

Fréttabréf

STAÐSETNING

Laterna
Ægisgarði 2 / 101 Reykjavík
Sunday – Thursday: 17:00 – 22:30
Friday – Saturday: 17:00 – 23:00

TAKTU FRÁ BORÐ

Sími: 512-8181
Netfang: laterna@laterna.is